Það er komið í forgang hjá Manchester United að kaupa vinstri bakvörð í sumar, þessu. heldur Fabrizio Romano fram.
Hann segir að félagið vilji fá inn miðvörð, framherja og bakvörð til félagsins í sumar. Einnig verður skoðað að kaupa miðjumann.
Luke Shaw hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili og ekkert hefur sést til Tyrrel Malacia á þessari leiktíð.
Romano segir að United horfi til þess að fá ungan vinstri bakvörð sem geti veitt Luke Shaw verðuga samkeppni.
United er að skoða hvað þarf að gera í sumar en Sir Jim Ratcliffe og hans fólk stýra nú þeim málum.
#mufc want to sign a left back who is for the future, but also with the quality to make it into the starting XI next season, and also one that will be available. [@FabrizioRomano, United Stand YT]
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) March 11, 2024