Chelsea hefur haft samband við Michel Sanchez, stjóra Girona og hefur félagið áhuga á að ráða hann í sumar.
Spænska blaðið AS segir frá þessu en framtíð Mauricio Pochettino, stjóra Chelsea, hjá liðinu er í mikilli óvissu. Honum hefur ekki tekist að snúa gengi liðsins við á þessari leiktíð.
Forráðamenn Chelsea eru því farnir að horfa í kringum sig og eru með Sanchez á blaði.
Sanchez hefur gert ótrúlega hluti með Girona á þessari leiktíð. Liðið hefur verið í toppbaráttu allt tímabilið en er að vísu nú sjö stigum á eftir toppliði La Liga, Real Madrid.
Sanchez hefur áður sagt að hann vilji taka eitt ár til viðbótar hið minnsta með Girona en það er spurning hvort Chelsea geti lokkað hann til sín.