Manchester City er byrjað að skoða það hvernig liðið getur styrkt sig í sumar og horfir félagið til Bruno Guimaraes miðjumanns Newcastle.
Jac Talbot blaðamaður The Times fjallar um málið og segir City vera farna að skoða málið.
City er yfirleitt með planið klárt fyrir sumarið snemma en Lucas Paqueta miðjumaður West Ham hefur einnig verið orðaður við liðið.
Newcastle þarf líklega að selja leikmenn í sumar til að komast í gegn FFP regluverkið.
Félagið er að reyna að auka tekjur sínar en á meðan þarf félagið að fara í gegnum regluverkið þrátt fyrir að vera ríkasta fótbotlafélag í heimi.
Guimaraes hefur verið afar öflugur fyrir Newcastle síðustu ár en hann er landsliðsmaður Brasilíu.
🚨🚨| Manchester City are thinking of making a move for Bruno Guimaraes in the summer transfer window.
[@jac_talbot] pic.twitter.com/ac4wDyE8an
— CentreGoals. (@centregoals) March 11, 2024