Jadon Sancho skoraði sitt fyrsta mark frá endurkomunni til Dortmund um helgina.
Englendingurinn ungi gekk í raðir Dortmund á ný í janúar á láni frá Manchester United. Þangað var hann einmitt keyptur frá þýska félaginu á 73 milljónir punda sumarið 2021, án þess þó að standa undir væntingum á Old Trafford.
Sancho hefur ekki gengið sem skildi það sem af er í endurkomunni til Dortmund en hann skoraði mark eftir glæsilegt einstaklingsframtak gegn Werder Bremen um helgina.
Þetta var fyrsta mark hans yfirhöfuð frá því hann skoraði fyrir United gegn Fulham í maí, en Sancho var í frystikistunni hjá Erik ten Hag, stjóra United, fyrri hluta þessarar leiktíðar.
Hér að neðan má sjá markið glæsilega um helgina.
Jadon Sancho marca o primeiro gol na #Bundesliga após o retorno ao Borussia Dortmund! E que golaço!
SPIDER CAM em ação!#BundesligaNaCultura #Sancho #Borussia #Dortmund pic.twitter.com/zwbJ4HOMYQ
— Cartão Verde (@cartaoverde_) March 10, 2024