Borussia Dortmund ætlar að gera allt til þess að reyna að halda í Jadon Sancho á næstu leiktíð, þetta er það sem þýska blaðið Bild heldur fram.
Sancho kom á láni til Dortmund í janúar frá Manchester United en þýska félagið er í vandræðum með að fjármagna kaup hans.
Bild segir tvo möguleika vera á borði Dortmund, einn af þeim er að reyna að fá Sancho á láni allt næsta tímabil.
Hinn möguleikinn er að bjóða United leikmann í skiptum og nefnir Bild framherjann Donyell Malen.
United er að leita að sóknarmanni til að styðja við Rasmus Höjlund og hefur Malen verið orðaður við félagið.