fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Mikill viðbúnaður en engin ummerki um að ökutæki hafi hafnað í Þingvallavatni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 11. mars 2024 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn í dag. Lögreglu barst tilkynning um 11 þar sem sagði að sést hefði til ökutækis á vestanverðu Þingvallavatni sem hafi farið niður um ís. Björgunarsveitir, slökkvilið, sjúkraflutningamenn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru boðuð á vettvang til leitar og hugsanlegrar björgunar. Kafasveit sérsveitar ríkislögreglustjóra var eins í viðbragðsstöðu. Nú segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi að viðbragðsaðilar hafi skoðað svæðið vel og ákvörðun tekin um að hætta frekari leit þar sem engin ummerki sjást á vatninu. Aðstæður til leitar eru góðar og var svæðið skoðað vel úr þyrlu og með drónum. Eins voru bakkar vatnsins skoðaðir vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur