Scott McTominay miðjumaður Manchester United er líklega búinn að tapa 160 milljónum króna á því að treysta á tengdapabba sinn.
Fortress Capital Partners fór á hausinn undir lok síðasta árs.
Fyrirtækinu er stýrt af tengdapabba McTominay en einnig af unnustu hans, Cam Reading.
McTominay hafði lánað fyrirtækinu eina milljón punda en skiptastjóri yfir Fortress Capital Partners segir að fjárfestar geti búist við því að fá 10 prósent af því til baka.
Fyrirtækið sá um að lána fólki fjármuni en einnig var félagið að fjárfesta í húsnæði út um allan heim.
McTominay er sterk efnaður og þarf ekki að missa svefn yfir þessu þó 160 milljónir séu vissulega væn summa.