fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Staðfestir að viðræður við Gylfa séu farnar af stað

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 11. mars 2024 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðræður á milli Vals og Gylfa Þórs Sigurðssonar um að sá síðarnefndi gangi til liðs við síðarnefnda félagið eru hafnar. Þetta staðfestir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, við RÚV.

Orðrómar um að Gylfi sé á leið í Val verða æ háværari. Hann er nú með liðinu í æfingaferð þess á Spáni. Gylfi hefur verið í endurhæfingu á Spáni undanfarnar vikur. Á dögunum æfði hann einnig með Fylki.

Meira
Framtíð Gylfa Þórs að skýrast – „Þetta snýst ekkert um peninga“

Gylfi sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í haust en hann skrifaði undir hjá Lyngby í Danmörku, auk þess sem hann sneri aftur í íslenska landsliðið og bætti til að mynda markametið þar.

Síðan hefur Gylfi hins vegar verið að glíma við meiðsli og rifti hann samningi sínum við Lyngby vegna þeirra.

Gylfi æfði með Val síðasta sumar er hann var að undirbúa endurkomu sína og gæti hann gengið til liðs við félagið fyrir komandi leiktíð í Bestu deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United skellir verðmiða á Rashford nú þegar hann er til sölu

United skellir verðmiða á Rashford nú þegar hann er til sölu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus