fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Bolað úr starfi prófessors við Landbúnaðarháskólann eftir að tölvupóstur olli uppþoti – Niðurstaða loks komin eftir 8 ára deilur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. mars 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál prófessorsins Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur gegn Landbúnaðarháskóla Íslands hefur verið tekið fyrir af dómstólum og þarf ríkið að greiða Önnu um 2,8 m.kr. í skaðabætur eftir að henni var gert að flytja sig í starfi yfir á Háskólann á Hólum.

Skoðanakúgun og ritskoðun

Rekja má málið aftur til ársins 2017. Landbúnaðarháskólinn var þá að fara að halda ráðstefnu um landnotkun og loftlagsmál í Hörpu. Ekki hafði verið leita til Önnu Guðrúnar um að halda erindi á ráðstefnunni, þó svo að umfjöllunarefnið heyrði til hennar sérsviðs. Af því tilefni sendi hún tölvupóst á alla starfsmenn skólans þar sem hún gagnrýndi að gengið væri framhjá henni. Sagði hún í skilaboðunum að ráðstefnan væri undirbúin og keyrð áfram af ákveðnum hóp innan skólans sem hafi undanfarið beint spjótum sínum gegn bændum og beitarnýtingu. Ljóst væri að innan skólans væri reynt að útiloka tilteknar skoðanir sem og þá sem þær hafa, en jafna mætti framkomunni við einelti.

Eins skrifaði hún: „Háskóli sem er rekinn fyrir opinbert fé og hefur frammi slíka skoðanakúgun, ritskoðun og framkomu við eigin vísindamenn þarfnast verulegrar skoðunar.“

Tölvupósturinn þótti tilefni til skoðunar siðanefndar skólans sem komst að því að í honum hafi verið brotið gegn siðareglum. Settur rektor skólans á þeim tíma, Sæmundur Sveinsson, tilkynnti Önnu að í ljósi niðurstöður siðanefndar yrði henni sagt upp störfum. Eftir að mótmæli bárust frá Önnu var dregið í land með uppsögn og átti þess í stað að beita hana áminningu.

Flutningur, eða áminning

Á þessum tíma hafði eiginmaður Önnu og fyrrum rektor Landbúnaðarháskólans, Björn Þorsteinsson, leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytis til að kanna hvort ekki væri hægt að leysa málið með farsælum hætti með flutningi Önnu yfir í annan háskóla. Þá hófust viðræður sem áttu sér stað nokkurn tíma. Settur rektor, Sæmundur, samþykkti að draga áminninguna til baka, en bara ef Anna yrði vissulega færð í starfi. Þetta væri eina leiðin til að fá frið innan skólans.

Loks var gengið frá því að Anna yrði flutt yfir á Háskólann á Hólum. Undirrituð var yfirlýsing, sem var staðfest af ráðuneyti, þar sem Anna og Landbúnaðarháskólinn lýstu því yfir að hvorugt myndi hafa uppi frekari fjárhagslegar kröfur, málaferli eða önnur eftirmál á hendur hinu eða á hendur starfsmönnum skólans vegna starfsloka og aðdraganda þeirra. Anna hafði þó gert fyrirvara við yfirlýsinguna. Vildi hún fella út ákvæði um að falla frá deilumálum og áskilja sér rétt til að snúa aftur til starfa ef dómstólar féllust á að brotið hafi verið á rétti hennar. Sæmundur neitaði að fella ákvæðið út og sagði það forsendu þess að fella áminningu úr gildi.

Eftir að flutningurinn fór í gegn leitaði Anna til Umboðsmanns Alþingis sem komst að því að Landbúnaðarháskólinn hafi brotið gegn lögum í málinu. Niðurstaða siðanefndar geti ekki staðið ein og sér sem grundvöllur uppsagnar eða áminningar heldur hefði rektor þurft að gera sjálfstætt mat á því hvernig umrædd ummæli Önnu hafi brotið gegn starfsskyldum hennar. Slíkt mat hafi ekki farið fram. Áminning sé veitt á grundvelli laga um opinbera starfsmenn, en ekki á grundvelli siðanefndar Landbúnaðarháskóla Íslands. Gerði Umboðsmaður ráðuneyti og skólanum að leita leiða til að rétta hlut Önnu vegna brotsins.

Hófust þá viðræður um bótagreiðslur, en ekkert samkomulag náðist í málinu. Eins hafði Anna leitað til Persónuverndar í tvígang. Annars vegar þar sem álit siðanefndar hafði verið birt á vef skólans og hins vegar þar sem viðkvæmar persónuupplýsingar um heilsufar hennar og starf hefðu verið birtar á ytra og innra vefsvæði skólans. Komst Persónuvernd í báðum tilvikum að þeirri niðurstöðu að um brot væri að ræða.

Óumdeilt að skólinn braut lög

Loks leitaði Anna fyrir dómstóla til að fá málið gert upp. Krafðist hún bóta vegna fjártjóns sem hún varð fyrir út af lögmannskostnaði við málsmeðferð fyrir Umboðsmanni Alþingis. Eins krafðist hún bóta vegna fjártjóns sem hún varð fyrir út af sálfræðimeðferð sem hún þurfti að sækja sér. Ekki hafi skólinn gert upp við hana orlof sem hún átti inni að fullu, og eins hafi skólinn ráðstafað rannsóknarstyrk sem hún átti inni í önnur verkefni.

Loks hafi skólinn gerst sekur um ólögmæta meingerð gegn æru og persónu hennar og fyrir það taldi hún ríkið eiga að greiða 3 m.kr. í miskabætur.

Hún hafi verið neydd til að flytja sig í stöðu sem hentaði ekki hennar sérhæfingu. Rektor hafi beitt áminningu og fyrirboði um að draga hana til baka sem þvingunartæki til að stilla henni upp við vegg svo hún hefði ekki um annað að ræða. Ljóst var að til stóð að bola henni úr starfi með öllum tiltækum ráðum. Mannorð hennar hefði verið svert með tölvupósti rektors til ráðuneytis þar sem henni var kennt um allt sem hafði miður farið í starfi skólans og fullyrt, án nokkurra gagna, að enginn fengist til starfa við skólann á meðan hún væri þar.

Dómari í málinu taldi ljóst að brotið hafi verið á Önnu í málinu, eins og fram komi í áliti umboðsmanns, með saknæmri háttsemi. Þar með væru skilyrði skaðabótaréttar uppfyllt. Eðlilegt sé að leita sér aðstoðar lögmanns í slíkum tilvikum og bæri því að bæta Önnu þann kostnað. Hins vegar taldi dómari ósannað að sálfræðimeðferð sem Anna sótti sér ætti alfarið rætur að rekja til flutningsins, enda hafði hún hafið meðferð og farið í veikindaleyfi áður en málið kom upp. Varðandi rannsóknarstyrk þá hefði skólinn sýnt fram á að verkefnið hafi verið í mínus við flutninginn, en ekki að umframfjármagni hafi verið ráðstafað annað. Samskiptavandi í skólanum hafi eins verið staðreynd og ekki meingerð hjá rektor að greina frá slíku í samskiptum við ráðuneyti.

Dómari taldi ósannað að orlof hefði ekki verið gert upp að fullu. Rekja mætti þann ágreining til þess að í yfirlýsingu um flutning hafi verið tilgreind röng staða orlofstíma, sem var töluvert hærri en raunveruleg staða nam. Gætu þessi mistök ekki áskilið Önnu rétt til hærri greiðslna en henni réttilega bar. Hins vegar hafi skólinn eins gert á hlut Önnu með birtingu viðkvæmra persónuupplýsinga og fyrir það væru miskabætur hóflega ákvarðaðar 1 m.kr.

Þar sem Anna hefði unnið málið að nokkru en eins tapað þá taldi dómari rétt að fella málskostnað niður. Ríkið þarf því að greiða Önnu fjártjón vegna lögmannskostnaðar og miskabætur, samtals um 2,8 m.kr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“