Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ gerði það eitt af sínum fyrstu verkum að funda með Ásmundi Einari Daðasyni, ráðherra íþróttamála.
„Þorvaldur Örlygsson formaður greindi frá fundi sem hann og Pálmi Haraldsson áttu með Ásmundi Einari Daðasyni ráðherra íþróttamála og aðstoðarmanni hans þriðjudaginn 27. febrúar,“ segir í nýjustu fundargerð KSÍ.
KSÍ vill fara að fá plan og svör með nýjan þjóðarleikvang, líklegast er í dag að ráðist verði í framkvæmdir á grasfletinum og búningsklefum til að byrja með.
Þorvaldur tók við sem formaður KSÍ 24 febrúar og og nokkrum dögum síðar var hann mættur á fund með Ásmundi.
Ásmundur og hans ríkisstjórn er að fara að byggja þjóðarhöll frá grunni og því erfitt að sjá nýjan leikvang rísa í bráð.