fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Svala og Þórir Sæm í hörkurifrildi – „Mér finnst þú bara ótrúlega hallærisleg týpa og sorglegt tímanna tákn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 11. mars 2024 12:35

Svala Björgvins og Þórir Sæm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástsæla söngkonan Svala Björgvinsdóttir lét fyrrverandi leikarann Þóri Sæmundsson heyra það eftir að hann drullaði yfir hana í Facebook-kommentakerfi DV við frétt um söngkonuna.

Svala vakti mikla athygli í síðustu viku þegar hún birti mynd af sér fáklæddri auglýsa brúnkukrem á samfélagsmiðlum. DV fjallaði um málið og virtust einhverjum lesendum misboðið að sjá Svölu í bikiníbuxum. Söngkonan svaraði gagnrýnendum með kaldhæðnina að vopni:

„Á ég að segja ykkur! Ég fór í sund um daginn og þar voru þrjár konur í bikiní og ég var bara GUÐ MINN GÓÐUR, hvað er að? Svo mikill sjokkur fyrir mig að sjá kvenfólk í bikiníi að ég þurfti bara að fá mér sálfræðing til að vinna úr þessu atviki! Ég meina hver fer í bikiní í sund eða hvað þá á strönd í bikiní! Þetta á að vera ólöglegt sko! Ég meina, þetta er bara GALIÐ! Og hvernig voga ég mér að auglýsa brúnkuvörur í bikiní? Ég á auðvitað að vera í snjógalla! Man það næst þegar ég auglýsi samstörfin mín að spyrja alla þjóðina fyrst hvernig myndir ég á að taka. Ég stend með ykkur í gegnum þetta sjokk að sjá mig í bikiní og er til staðar elskurnar mínar.“

Fjölmargir líkuðu við athugasemd Svölu. „Heyr heyr,“ sagði einn netverji.

„Kjaftæði,“ segir Þórir Sæm

Myndbirting Svölu virðist hafa farið í verulega taugarnar á fyrrverandi leikaranum Þóri Sæmundssyni. Þórir var um tíma skærasta stjarna Þjóðleikhússins en var rekinn árið 2017 eftir að hafa áreitt unglingsstúlkur með því að senda þeim myndir af getnaðarlimi sínum.

Hann beindi orðum sínum til Svölu. „Það er enginn í sjokki. Engin heilvita manneskja myndi vera í sjokki yfir að sjá konur á sundfötum í sundlaug heldur. En þetta er ekki sund er það? Þetta er Instagram, þar sem við sem fylgjum þér ekki einu sinni, neyðumst til að sjá þig á nærfötum að auglýsa eitthvað drasl vegna þess að umfjöllunin er keypt,“ sagði Þórir og bætti við að honum þyki það „kjaftæði“ að DV hafi fjallað um myndbirtinguna.

„Rétt eins og það eru skrifaðar fréttir vikulega hérna um kírópraktora og kleinur.“

„Mér finnst bara ógeðslega sorglegt að konur séu búnar að sannfæra sig sjálfar um að hátindur feminískrar baráttu sé að birta ögrandi myndir og nærfatamyndir af sér stöðugt. Að það séu einhvers konar framfarir fyrir konur, á meðan þær auglýsa vörur fyrir fyrirtæki. Og að vandamálið sé ekki það, heldur einhverjir púritanar sem hata konur og sérstaklega konur á nærfötum. Dreptu mig ekki. Bara til að skýra mína afstöðu. Ég er ekki í sjokki, mér finnst þú bara ótrúlega hallærisleg týpa og sorglegt tímanna tákn,“ sagði Þórir og bætti við að honum þykir karlmenn sem hnykkla vöðvana léttklæddir á myndum líka „fáranlegir,“ sérstaklega ef þeir eru fullorðnir.

Svala skýtur til baka

Svala virtist ekki hafa kippt sér upp við niðrandi athugasemd Þóris. „Elsku vinur, úff þetta augljóslega fer ofsa mikið í taugarnar á þér,“ sagði hún og tók fram að hún hefur aldrei beðið fjölmiðla að skrifa um sig.

„Ég er í alls konar samstörfum og auglýsi vörur sem mér finnst frábærar og nota sjálf og í þessu tilviku þá er ég að auglýsa brúnku húðvörur og þá þarf ég auðvitað að sýna húðina mína og hvernig brúnkan lítur út! Þetta er bara no brainer myndi ég segja, því ef ég væri að auglýsa vítamín þá væri ég ekki að pósta mynd af mér borða pizzu, er það nokkuð?

Svo annað, ég ræð 100 prósent hvað ég pósta á mínum samfélagsmiðlum, og ég þarf ekki leyfi eða samþykki frá þér eða öðrum! Og að líða vel í eigin skinni og vera í heilbrigðu sambandi við sinn líkama og sína sál er frelsandi og yndislegt!“

Svala segir að henni þyki fyndið hvað margir voru hneykslaðir að sjá hana í bikiníi.

„Ég er með lífsmottó sem hefur komið mér langt í lífinu og það er þakklæti, kærleikur og auðmýkt. Mæli með að þú æfir þig með þær tilfinningar og þá kannski ertu ekki að láta ókunnugt fólk fara í taugarnar á þér! Þú ert hallærisleg týpa og þú ert sorglegur elsku Þórir! Ekki ég, því ég er bara mjög hamingjusöm og lifi yndislegu lífi sem ég er þakklát fyrir alla daga. Bið þig vinsamlegast um að vera ekki að tala um mig og mitt líf þar sem þú veist ekki rassgat hvað þú ert að blaðra um! En veistu elsku vinur, ég sendi bara good vibes og knús á þig og vona að þér líður betur og pirringurinn fari hjá þér.“

Útskúfaður eftir typpamyndir

Þórir virðist hafa eytt athugasemdum sínum einhvern tíma seint í gærkvöldi. Fyrrverandi leikarinn gekkst við því á sínum tíma að hafa sent ungum stúlkum myndir af getnaðarlimi sínum. Hann steig fram í viðtali við Kveik árið 2021 og sagðist vera útskúfaður og atvinnulaus.

Eftir viðtalið stigu fram ungar konur sem lýstu því að Þórir hefði átt í ástarsamböndum við þær þegar þær voru mjög ungar og mikill valda- og aldursmunur hefði einkennt samböndin.

Ári síðar kvartaði hann yfir því á samfélagsmiðlum að hann væri bannaður á öllum stefnumótaforritum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram