Blómlegur rekstur var á knattspyrnudeildar KA á síðasta ári. Rekstrartekjur félagsins á árinu 2023 námu kr. 441,0 millj. en voru kr. 292,2 millj. kr. árið 2022 og hafa hækkað um 50,9% á milli ára.
Hagnaður ársins nam kr. 47,2 millj. í samanburði við kr. 9,6 millj. tap árið 2022. Heildareignir námu í árslok kr. 117,9 millj. og eigið fé var kr. 90,8 millj.
Félagið tók á árinu 2023 þátt í evrópukeppni sem hafði veruleg áhrif á bæði tekjur og rekstrargjöld ársins. Tekjur vegna félagaskipta leikmanna námu kr. 4,7 millj. samanborið við kr. 37,9 millj. á árinu 2022. Framangreindir liðir hafa veruleg áhrif á afkomu áranna.
Meira:
Sögulegur ársreikningur í Kópavogi – Tekjur námu yfir milljarði og laun hækkuðu vel
Þungur rekstur í Kaplakrika á síðasta ári – Skammtímaskuldir yfir 100 milljónir
Taprekstur í Garðabæ vekur athygli – Tekjur jukust gríðarlega en launakostnaður rauk upp
Titlarnir í Fossvoginn komu ekki ókeypis – Laun hækkuðu mikið og tapið á rekstrinum var 16 milljónir
Blómlegur rekstur á Akranesi – Hagnaður síðasta árs var 88,2 milljónir og eru líklega Hákoni að þakka
Gríðarlegur viðsnúningur í rekstrinum á Hlíðarenda – Laun lækkuðu og hagnaðurinn var mikill
Sjáðu mikið tap á rekstri HK
Reksturinn í molum hjá Fjölni – Tugmilljóna tap á síðasta ári
Hagnaður á rekstrinum í Árbænum – Laun hækkuðu milli ára
Rekstrargjöld félagsins fóru upp um 102 milljónir á milli ára en laun og launatengd gjöld hækkuðu um 9 milljónir. Annar rekstrarkostnaður eykst mikið en þar er ferðakostnaður stærsti liðurinn, hann hækkar um 80 milljónir á milli ár.
KA var rekið með tæplega 10 milljóna króna halla tímabilið á undan en hagnaðurinn árið 2023 var eins og fyrr segir tæpar 50 milljónir.
Knattspyrnudeildin á 40 milljónir í handbært fé og rúmar 40 milljónir í hlutabréfum. Athygli vekur að KA borgaði rúmar 40 milljónir í leigu en hluti af því er kostnaður við að halda Evrópuleiki á heimavelli Fram þar sem svæði KA fékk ekki stimpil frá UEFA.