fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Forstjóri Kauphallarinnar: Heilbrigðara að fylgja sprotafyrirtækjum inn í Kauphöllina en að bíða eftir riddara á hvítum hesti

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. mars 2024 11:30

Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verði af yfirtöku John Bean Technologies Corporation (JBT) á Marel fækkar stórum félögum í íslensku Kauphöllinni um eitt, samkvæmt skilgreiningu Morgan Stanley bankans sem rekur MSCI-vísitöluna, og gildir einu þótt JBT-Marel yrði skráð á markað hér á landi. Samkvæmt skilgreiningu MSCI yrði horft til Bandaríkjanna sem heimamarkaðar hins skráða félags. Skráning veglegra ríkisfyrirtækja á markað, jafnvel þótt ríkið héldi áfram ráðandi hlut í þeim, yrði gríðarleg lyftistöng fyrir íslenskan fjármögnunarmarkaða og myndi styrkja mjög Kauphöllina. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Magnus Hardarson - 3.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Magnus Hardarson - 3.mp4

„Nú erum við með félag sem yrði þá með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum, bandarískt móðurfélag, skráð í kauphöll í Bandaríkjunum þar sem verðmyndun væri ágæt og engin ástæða til að. Þegar MSCI færi yfir íslenska markaðinn myndu þeir sjá að JBT-Marel væri skráð á íslenska markaðinn en það tékkaði ekki í boxið stórt félag á íslenska markaðnum vegna þess að það væri þegar tékkað við það sem stórt félag í Bandaríkjunum. Þá fækkar stórum félögum á Íslandi,“ segir Magnús.

Hann bendir á að hér á markaði séu tveir veglegir bankar sem ekki vanti neitt svakalegt til að stökkvi upp í tvo milljarða Bandaríkjadala. „Ég tala nú ekki um ef Landsbankinn yrði skráður. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að sala ríkiseigna er og verður sjálfsagt alltaf umdeilt efni, heit kartafla, en ég leyfi mér samt að nefna í þessu samhengi að skráning ríkisfyrirtækja getur gagnast íslenska markaðnum alveg gríðarlega og þar með öllu íslensku fjármögnunarumhverfi.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Segjum bara að Landsbankinn yrði skráður en ríkið haldi enn þá ráðandi hlut í bankanum. Það sem gerist þá er að við fáum félag sem er mjög nærri því að uppfylla þessi skilyrði MSCI. Við fáum alla vega stórt félag sem fjárfestar, bæði innlendir sem erlendir, hefðu áhuga á að fjárfesta í. Við fáum aukið fjármagn inn á hlutabréfamarkaðinn. Hvað gerist ef við styrkjum hlutabréfamarkaðinn? Í dag eru eitthvað 30 félög skráð og þó að þau væru 50 eða 60 þá er það bara lítið brot af íslenskum félögum en þetta smitar niður alla fjármögnunarkeðjuna vegna þess að þeir sem eru að fjármagna, jafnvel bara í sprotum, þeir hugsa alltaf: Hver er útgöngumöguleiki minn? Auðvitað eru þeir ýmsir. Þeir geta selt til, sem hefur verið töluvert um, erlendra aðila eða innlendra fjárfesta án þess að skrá á markað, en það er hins vegar gríðarlegur styrkur fyrir þá sem eru að fjárfesta á neðri stigum í fjármögnunarkeðjunni að vita af sterkri kauphöll þar sem er útgöngumöguleiki en þurfa ekki að reiða sig á að Google eða Microsoft finnist þetta spennandi fyrirtæki.“

Magnús segir það á margan hátt heilbrigðari útgönguleið að hægt sé að fylgja félögum eftir með skráningu á markað fremur en að bíða eftir riddara á hvítum hesti. Skráningin sé líka til þess fallin að meiri áhersla verði hjá viðkomandi fyrirtæki á að styrkja reksturinn heima fyrir. „Það verður oft meiri nýsköpun heima, þekkingin flyst ekki algerlega út, hún helst á Íslandi og smitar frá sér þannig að það eru svo margir kostir við að eiga sterka kauphöll, jafnvel þó að á endanum fari ekki nema lítið brot inn á markaðinn. Þessi möguleiki, þessi valkostur, það að laða að sér fjármagn víða að inn á markaðinn, inn í fjármögnunarumhverfið, þetta er held ég oft vanmetið og þetta er þáttur sem ég held að ekki mjög margir séu að velta fyrir sér þegar kemur að skráningum veglegra ríkiseigna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Hide picture