Leikur íslenska kvennalandsliðsins gegn Póllandi þann 5. apríl næstkomandi verður leikinn á Kópavogsvelli en ekki Laugardalsvelli.
Þetta var tilkynnt fyrir skömmu en um er að ræða fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2025. Hefst hann klukkan 16:45
Ísland spilaði síðasta heimaleik sinn einnig á Kópavogsvelli í síðasta mánuði. Þá tryggði liðið sér sæti í A-deild undankeppninnar með sigri á Serbíu.
Í riðli Íslands eru einnig Þýskaland og Austurríki. Tvö efstu liðin fara beint á EM en neðstu tvö í umspil við lið í B eða C deild.
Leikur A landslið kvenna gegn Póllandi 5. apríl verður leikinn á Kópavogsvelli og hefst hann kl. 16:45.
Upplýsingar um miðasölu verða kynntar fljótlega.#dottirhttps://t.co/ecbb3yneLD
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 11, 2024