fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Skaut móður sína óvart til bana: „Hann hefur ekki hætt að gráta“

Pressan
Mánudaginn 11. mars 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sorglegur atburður átti sér stað í úthverfi St. Louis í Bandaríkjunum á dögunum þegar 25 ára karlmaður, Jaylen Johnson, skaut móður sína til bana.

New York Post greinir frá því að Jaylen hafi haldið að innbrotsþjófur væri að brjótast inn klukkan 07:30 að morgni fimmtudags. Hann áttaði sig ekki á því fyrr en of seint að um var að ræða móður hans, hina 56 ára gömlu Monicu McNichols-Johnson, sem hafði komið í óvænta heimsókn.

Jaylen hringdi strax í neyðarlínuna í miklu uppnámi en Monica var úrskurðuð látin á vettvangi.

Lögmaður Jaylen, William Goldstein, segir að Jaylen hafi haft skotvopn á heimili sínu eftir að hafa orðið fyrir barðinu á þjófum áður. Búið er að ákæra hann fyrir manndráp og situr hann nú í varðhaldi vegna málsins. Hann hefur ekki komist í kast við lögin áður.

William segir að skjólstæðingur hans sé í miklu uppnámi vegna málsins. „Hann hefur ekki hætt að gráta,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli