fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Bróðirinn öskuillur – Alves var sagður hafa tekið eigið líf í fangelsinu

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 11. mars 2024 09:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bróðir fyrrum knattspyrnumannsins Dani Alves hefur látið í sér heyra eftir að falsfréttum var dreift um að hann hafi tekið eigið líf í fangelsi.

Alves var á dögunum dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á salerni skemmtistaðar í Barcelona undir lok árs 2022. Alves og fjölskylda hans halda fram sakleysi fyrrum leikmannsins.

Paulo nokkur Albuquerque skrifaði á Twitter aðgang sinn að samkvæmt hans heimildum hefði Alves tekið eigið líf í fangelsinu. Eftir mikil viðbrögð dró hann í land og sagði að hann hafi ekki verið að tala um fyrrum knattspyrnumanninn, heldur frænda sinn.

Fjölmiðlafulltrúi Alves segir að þeir íhugi að lögsækja Albuquerque og bróðir hans, Ney, hjólar í netverjann á Instagram.

„Hversu vont getur fólk verið? Það er þegar búið að dæma manninn á orði konu sem fór inn á karlaklósett til að gera það sem aðeins hann og hún vita um. Er það ekki nóg? Nú vill fólk sjá bróðir minn deyja. Hversu ljótt er þetta?“ segir hann.

Sem fyrr segir var Alves dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi á dögunum. Lögmenn hans munu áfrýja dómnum en sömuleiðis ætla ríkissaksóknari og lögmenn konunnar sækjast eftir þyngri refsingu.

Alves á tvö börn en fyrrum eiginkona hans, Joana Danz, skildi við hann eftir að málið kom upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Í gær

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt