fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Skiptir um landslið skömmu fyrir Evrópumótið

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 11. mars 2024 08:48

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brahim Diaz, leikmaður Real Madrid, hefur ákveðið að spila fyrir landslið Marokkó fremur en það spænska. Þetta kemur fram í spænska miðlunum Marca.

Hinn 24 ára gamli Diaz er fæddur og uppalinn á Spáni en getur valið að spila fyrir Marokkó þar sem afi hans fæddist þar.

Diaz hefur spilað einn A-landsleik fyrir Spán. Þá skoraði hann í 4-0 sigri á Litháen í vináttuleik en sóknarmaðurinn hefur ekki fengið sénsinn síðan.

Nú aðeins þremur mánuðum fyrir EM í Þýskalandi er Diaz sagður hafa valið að spila fyrir Marokkó. Hann gæti komið við sögu með landsliðinu 22. mars næstkomandi þegar liðið leikur við Angóla í vináttuleik.

Marokkó hefur lagt mikinn metnað í að sannfæra Diaz um að spila fyrir sig og á það stóran þátt í ákvörðun leikmannsins.

Diaz átti frábært tímabil á láni hjá AC Milan í fyrra og hefur einnig staðið sig vel í liði Real Madrid á þessari leiktíð, þrátt fyrir að hafa aðallega verið að koma inn af bekknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“