Darwin Nunez og Erling Braut Haaland áttust við í gær í leið sinna liða, Liverpool og Manchester City. Eftir leik var bent á magnaðan tölfræðisamanburð þeirra í enskum miðlum.
Liverpool og City gerðu 1-1 jafntefli í gær í gríðarlega mikilvægum leik í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Úrslitin þýða að Arsenal er nú á toppi deildarinnar, fyrir ofan Liverpool á markatölu og 1 stigi á undan City.
Nunez er að eiga gott tímabil og er með 16 mörk og 12 stoðsendingar í öllum keppnum. Hann rankar þó oft við sér í rangstöðu í leikjum og var hann til að mynda fimm sinnum rangstæður bara í fyrri hálfleik leiksins í gær.
Til samanburðar hefur Haaland verið rangstæður einu sinni á öllu tímabilinu. Hann virðist tímasetja nær öll sín hlaup fullkomlega.
Knattspyrnuáhugamenn eru gapandi hissa á þessari tölfræði. „Þetta er ótrúlegt. Hvernig fer hann að þessu?“ er haft eftir einum netverja.