fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Helstu ljósmyndaveitur afturkalla nýjustu myndina af Katrínu krónprinsessu – Þetta er ástæðan

Pressan
Mánudaginn 11. mars 2024 06:45

Myndin umrædda en hana tók Vilhjálmur prins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska hirðin birti ljósmynd af Katrínu krónprinsessu og börnum hennar um helgina í tilefni af mæðradeginum. Þetta er fyrsta myndin sem birt hefur verið af Katrínu síðan hún gekkst undir aðgerð fyrir um tveimur mánuðum síðan. En nú hafa helstu ljósmyndaveitur heims afturkallað myndina og segjast hafa áhyggjur af að „átt hafi verið við hana“.

Myndin var upphaflega birt á Instagramaðgangi Katrínar og Vilhjálms eiginmanns hennar og vakti að vonum mikla athygli því miklar vangaveltur hafa verið uppi að undanförnu um heilsufar prinsessunnar. Breska hirðin hefur ekki viljað tjá sig um heilsufar hennar á síðustu vikum og það hefur heldur betur ýtt undir sögusagnir um heilsufar hennar.

Myndin var upphaflega birt á Instagram.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Helstu ljósmyndaveitur heims, þar á meðal Getty, Reuters, AP og AFP, dreifðu nýju myndinni en sendu síðan skilaboð til fréttamiðla um að hætta að nota hana vegna þess að líklega hafi verið „átt við hana“.

Sky News hefur eftir AP að á myndinni sé „ósamræmi varðandi staðsetningu vinstri handar Charlotte prinsessu“. Myndin hér fyrir neðan sýnir þetta ósamræmi.

Þetta þykir sérfræðingum undarlegt.

 

 

 

 

 

Sky News bendir á að það sé ekki óvenjulegt að ljósmyndum sé breytt og að í þessu tilfelli hafi ekkert komið fram sem bendi til að hirðin hafi verið að gera neitt annað en að bæta gæði ljósmyndarinnar ef henni var þá á annað borð breytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni