Jurgen Klopp er á förum frá Liverpool í sumar en hann hefur sjálfur tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar eftir um níu ár í starfi.
Klopp hefur gert frábæra hluti með Liverpool á sínum ferli og unnið bæði Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina.
Það er einnig líklegt að Mohamed Salah verði seldur í sumarglugganum en hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins til margra ára.
Salah segir þó að brottför Klopp hafi engin áhrif á hans framtíð en viðurkennir að hann þurfi einnig að kveðja félagið einn daginn.
,,Nei, nei alls ekki, svona er lífið, þetta er hluti af lífinu,“ sagði Salah í samtali við Sky Sports.
,,Það eru leikmenn sem hafa nú þegar yfirgefið félagið, mikilvægir leikmenn. Einn daginn mun ég kveðja félagið en nei, brottför hans hefur ekki áhrif.“