fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Þjóðvarðliðar látnir gæta farþega neðanjarðarlestarkerfisins í New York

Pressan
Mánudaginn 11. mars 2024 07:30

New York borg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kathy Hochul, ríkisstjóri í New York, tilkynnti nýlega að 750 þjóðvarðliðar verði kallaðir til aðstoðar lögreglunni í New York borg við að gæta öryggis farþega í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Ástæðan fyrir þessu er að glæpum, frömdum í neðanjarðarlestarkerfinu, hefur fjölgað mjög að undanförnu. En ekki eru allir sáttir við þessa ráðstöfun ríkisstjórans.

Sky News segir að Hochul hafi sagt að þjóðvarðliðarnir muni aðstoða lögregluna við að skoða í farangur farþegar við innganga að lestarstöðvum. „Fyrir þá sem eru að hugsa um að taka byssu eða hníf með í neðanjarðarlestina, þá er fælingarmáttur í þessu,“ sagði hún á fréttamannafundi.

Hún lagði einnig til að fólki, sem er sakfellt fyrir líkamsárásir í neðanjarðarlestarkerfinu, verði bannað að nota neðanjarðarlestir í þrjú ár. Hún sagði einnig að eftirlitsmyndavélum verði komið upp í stýrishúsum lestanna til að vernda ökumenn þeirra og annað starfsfólk.

Fyrr á árinu var tilkynnt að fjölgað yrði um 1.000 lögreglumenn sem sinna gæslu í neðanjarðarlestarkerfinu.

Til viðbótar þjóðvarðliðunum 750 tilkynnti Hochul að 250 lögreglumenn úr lögreglu ríkisins verði kallaðir til aðstoðar lögreglunni í borginni.

Donna Lieberman, framkvæmdastjóri New York Civil Liberties Union, sagði af þessu tilefni að þetta sé „enn eitt óheppilegt dæmið um stefnu sem byggist á of hörðum viðbrögðum“.

Í heildina tekið þá hefur glæpum fækkað í borginni síðan þeir náðu hámarki í heimsfaraldrinum og morðum í neðanjarðarlestarkerfinu hefur fækkað. Um þrjár milljónir farþega nýta sér neðanjarðarlestarkerfið daglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu