fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Þýskur bóndi vildi slátra konum eins og „veikum svínum“

Pressan
Mánudaginn 11. mars 2024 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir réttarhöld í vægast sagt hryllilegu máli í Þýskalandi. 43 ára bóndi, Andreas B, er ákærður fyrir að hafa tekið sér fyrir hendur miskunnarlausa herför gegn konum í borginni Hannover.

Bild skýrir frá þessu og segir að á fyrsta degi réttarhaldanna hafi hryllilegar upplýsingar komið fram um óhugnanlegar fantasíur mannsins. Hann hefur nú þegar játað að hafa banað 17 ára stúlku en auk morðsins á henni er hann ákærður fyrir tvær morðtilraunir.

Óhætt er að segja að það sem kom fram á fyrsta degi réttarhaldanna sé ekki fyrir viðkvæma. Samkvæmt því sem Annette Marquardt, saksóknari, sagði þá hratt Andreas ofbeldisfantasíum sínum í framkvæmd í september á síðasta ári.

Hann byrjaði á að horfa á klámmyndir þar sem bundnar konur og dýr komu við sögu. Því næst ók hann af stað í bíl sínum í leit að fórnarlömbum. Marquardt sagði það vera skoðun mannsins að konur eigi ekki rétt á að lifa og það eigi að slátra þeim eins og „veikum svínum“.

Hin 17 ára Mara-Sophie, sem var á hjólaskautum, varð fyrst á vegi hans og réðst hann á hana og skar hann á háls með vasahníf. Því næst henti hann henni ofan í skurð þar sem henni blæddi út og drukknaði um leið.

Síðan hélt hann för sinni áfram og reyndi að stinga aðra konu til bana og aka á þá þriðju. Þær lifðu árásirnar af.

Vitni hringdu í lögregluna sem fann Andreas og handtók.

Marquardt sagði að ástæðan fyrir þessum hryllilegu árásum sé djúpt og innilegt hatur Andreas í garð kvenna. Að sögn fór það svo illa í hann að stúlka, sem hann varð ástfanginn af í grunnskóla, var þá þegar í sambandi við annan pilt. Upp úr þessu óx skelfilegt kvenhatur innra með honum.

„Hann leitaði að fórnarlömbum sem líktust fyrrum skólasystur hans, til að hefna sín á henni,“ sagði Marquardt.

Réttarhöldunum verður framhaldið næstu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi