Þegar móðirin var látin sendi stúlkan skilaboð á WhatsApp til vinnufélaga hennar og sagði að hún væri lasin. Þetta gerði hún til að ekki vaknaði grunur um að eitthvað væri að móður hennar. Því næst tróð hún líkinu í frysti eftir að hafa vafið það inn í teppi.
Sendibílstjóri gerði lögreglunni viðvart um málið fjórum dögum síðar eftir að faðir hins meinta morðingja hafði fengið hann til að taka frystinn og fara með hann út í skóg og skilja hann eftir þar.
Samkvæmt frétt Metro játaði stúlkan fyrir lögreglunni að hafa slegið móður sína í höfuðið og að hafa haldið henni niðri á meðan unnustinn stakk hana. Þau hafi síðan hjálpast að við að þrífa morðvettvanginn.
Konan var stungin rúmlega 20 sinnum.
Talsmaður lögreglunnar sagði að unnustinn hafi játað að hafa myrt konuna og að unnusta hans hafi haldið handleggjum hennar föstum og rétt honum hnífinn áður en hann stakk hana. Unnustinn bar við sjálfsvörn en sú saga féll um sjálft sig vegna þess hversu marga áverka konan var með. Faðir unnustans er einnig í haldi lögreglunnar þar sem hann aðstoðaði parið við að fela líkið.