fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Hefur verið einn sá besti í sinni stöðu í mörg ár – Fær sér grjónagraut fyrir hvern einasta leik

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. mars 2024 20:04

Walker og Annie Kilner

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gæti komið mörgum á óvart að vita hvað Kyle Walker fær sér fyrir alla leiki Manchester City en hann er einn besti bakvörður heims.

Walker hefur lengi verið einn sá besti í sinni stöðu en hann er 33 ára gamall og hefur leikið með City síðan 2017.

Walker borðar alltaf grjónagraut fyrir leiki City sem er í raun alls ekki algengt í knattspyrnuheiminum.

,,Ég er mjög hrifinn af eftirréttum. Það sem ég fæ mér fyrir leiki er grjónagrautur, það er það eina,“ sagði Walker.

,,Ég var eitt sinn í því að borða pasta og svo meira pasta fyrir leiki en það var eiginlega of þungt.“

,,Ef við erum að ferðast í leiki þá sér kokkurinn um að taka með Ambrosia grjónagraut og það er það sem ég borða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“