Mauricio Pochettino pirraði eiginkonu sína um síðustu helgi eftir 2-2 jafntefli Chelsea við Brentford í ensku úrvalsdeildinni.
Pochettino hefur sjálfur staðfest þetta en frammistaða Chelsea var ekki upp á marga fiska í þessari viðureign.
Pochettino ætlaði á veitingastað með eiginkonu sinni eftir leikinn en hætti við eftir að honum hafði lokið með jafntefli.
Argentínumaðurinn ákvað frekar að fá sér vín ásamt starfsfólki Chelsea og horfa á fótbolta áður en hann sneri heim til konunnar.
,,Eftir leikinn við Brentford síðasta laugardag, jafnteflið var eins og tap. Þetta særði eiginkonu mína því ég ákvað að mæta ekki í kvöldmat,“ sagði Pochettino.
,,Ég sagðist ekki vilja fara út að borða, ég vildi vera heima. Ég endaði daginn á að horfa á Real Madrid gegn Valencia ásamt þjálfarateyminu og við drukkum vín.“