Það eru góðar líkur á því að Harry Kane muni bæta met Robert Lewandowski á sínu fyrsta tímabili í Þýskalandi.
Kane skoraði þrennu fyrir Bayern í gær sem vann öruggan 8-1 sigur á fallbaráttuliði Mainz.
Kane verður klárlega markakóngur tímabilsins í Bundesligunni en hann er með 30 mörk og sex stoðsendingar í 25 leikjum.
Metið er 41 mark en fyrrum leikmaður Bayern, Lewandowski, setti það á sínum tíma.
Kane þarf nú að skora 12 mörk í níu leikjum fyrir Bayern sem er vel geranlegt miðað við frammistöðu hans í vetur.