Kai Havertz virtist pirraður í viðtali við Sky Sports í gær eftir leik Arsenal við Brentford í efstu deild Englands.
Havertz skoraði sigurmark Arsenal í leiknum en hann byrjaði leikinn sem fölsk nía og skilaði sínu.
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, ræddi við Havertz eftir leikinn í gær og spurði hann hver væri hans besta staða á vellinum.
Þjóðverjinn var ekki of sáttur með þessa spurningu en hann hefur fengið hana þónokkrum sinnum á sínum ferli.
,,Ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að svara þessari spurningu,“ sagði Havertz og virkaði pirraður.
,,Ég er bara ánægður með að fá að spila, ég er ekki leikmaður sem getur bara leyst eina stöðu á vellinum.“
,,Ég hef spilað í vinstri bakverði með þýska landsliðinu svo ég sætti mig við mín verkefni.“