Áhrifavaldur nokkur frá Brasilíu og kærasti hennar hafa búið til nokkurs konar kynferðislegan veðmálaleik í kringum knattspyrnu.
Wanessa Moura, sem er 29 ára gömul, bjó leikinn til sem gjöf fyrir kærasta sinn. Með því vildi hún sameina uppáhalds hlutina hans, kynlíf og knattspyrnu.
Í leiknum sem um ræðir er hitt og þetta lagt undir. Til dæmis skartgripir, kvöldverðir, flott nærföt og ósk að eigin vali í svefnherberginu.
„Eitt heitasta veðmálið var að hinn þyrfti að fullnægja kynferðislegum þörfum hvors aðila,“ segir Wanessa, sem er afar vinsæl á samfélagsmiðlum.
„Það dýrasta sem ég hef fengið voru skartgripir. Það dýrasta sem ég hef gefið honum er silfur armband.“
Þetta kom kærasta mínum á óvart því þetta sameinar hlutina sem hann elskar. Hann hlakkar meira til leikja núna því ef lið skorar, gerir hann það líka.“