Bayern Munchen 8 – 1 Mainz
1-0 Harry Kane
2-0 Leon Goretzka
2-1 Nadiem Amiri
3-1 Harry Kane
4-1 Thomas Muller
5-1 Jamal Musiala
6-1 Serge Gnabry
7-1 Harry Kane
8-1 Leon Goretzka
Bayern Munchen bauð upp á sannkallaða sýningu í dag er liðið mætti Mainz á heimavelli sínum, Allianz Arena.
Harry Kane skoraði þrennu í þessum leik en Bayern setti átta mörk gegn Mainz sem er í næst neðsta sæti deildarinnar.
Bayern er með 57 stig í öðru sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir Bayer Leverkusen sem á leik til góða.
Leverkusen spilar á morgun en liðið mætir Wolfsburg á heimavelli klukkan 18:30.