Jordan Henderson er byrjaður að njóta þess að spila fótbolta á nýjan leik eftir að hafa skrifað undir hjá Ajax.
Þetta segir John van’t Schip, þjálfari Ajax, en Henderson gekk í raðir félagsins fyrr á tímabilinu frá Sádi Arabíu.
Henderson upplifði martraðardvöl í Sádi Arabíu áður en hann kom til Hollands en hann er þekktastur fyrir tíma sinn sem fyrirliði Liverpool.
Þessi 33 ára gamli leikmaður er loksins byrjaður að skemmta sér á vellinum á ný eftir martröðina í Sádi þar sem hann lék 17 leiki fyrir Al Ettifaq.
,,Auðvitað byrjaði hann erfiðlega því hann var að koma frá Sádi Arabíu þar sem hann spilaði ekki í einhverja mánuði og var ekki ánægður,“ sagði Van ‘t Schip.
,,Hann er nú búinn að finna ánægjuna á ný bæði í leikjum og á æfingum. Hann fékk ekki sú úrslit sem hann vildi til að byrja með en það er hægt að sjá hans mikilvægi bæði innan sem utan vallar.“