Það er útlit fyrir það að Jose Mourinho hafi lítinn sem engan áhuga á að snúa aftur til Chelsea í þriðja sinn.
Mourinho hefur tvívegis þjálfað Chelsea en hann var rekinn frá Roma fyrr á tímabilinu og er atvinnlaus.
Óvíst er hvort Mauricio Pochettino fái að halda áfram sem stjóri Chelsea eftir tímabilið en gengið í vetur hefur ekki verið upp á marga fiska.
Mourinho ræddi við einn stuðningsmann Chelsea um eigin framhald en hann var beðinn um að snúa aftur.
,,Sæll Jose, stuðningsmenn Chelsea elska þig um allan heim og við vonum að þú snúir aftur,“ sagði þessi ágæti stuðningsmaður.
Mourinho svaraði þá: ,,Takk fyrir vinur minn en Chelsea í dag er ekki það Chelsea sem við þekkjum.“