fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Vúlkanistar sem kalla sig eftir íslenskum eldfjöllum réðust á Tesla – „Heimskustu umhverfis hryðjuverkamenn jarðar“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. mars 2024 20:00

Musk var ekki sáttur og úthúðaði vúlkanistunum á samfélagsmiðlum. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinstrisinnaðir hryðjuverkamenn sem nefna sig eftir íslenskum eldfjöllum réðust á verksmiðju Tesla í Berlín í vikunni. Hópurinn segist vilja valda sem mestu raski í samfélaginu.

Á þriðjudag var kveikt var í tengivirki sem veitir verksmiðju Tesla í útjaðri Berlínarborgar rafmagn. Framleiðslan stöðvaðist og ekki er búist við því að hún fari aftur í gang fyrr en í næstu viku.

Ábyrgð á verknaðinum lýsti hópur sem kallar sig Vulkangruppe Tesla Abchalte, eða Vúlkanhópurinn um lokun Tesla. Er þetta einn af nokkrum hópum vúlkanista sem sprottið hafa upp í Þýskalandi á undanförnum árum.

„Við skemmdum fyrir Tesla í dag“

Í yfirlýsingunni var sagt að takmarkið væri að stöðva framleiðslu í hinni risastóru verksmiðju vegna umhverfislegra og vinnumarkaðslegra ástæðna. Verið væri að fara illa með starfsfólk í verksmiðjunni og spilla grunnvatni.

„Við skemmdum fyrir Tesla í dag. Verksmiðju sem étur upp auðlindir jarðar og fólk, spýtir út 6 þúsund stórum bílum, drápsvélum og risatrukkum á hverri viku,“ segir í yfirlýsingunni.

Í frétt Reuters um málið kemur fram að ekki sé búist við því að geta hafið framleiðslu aftur fyrr en í fyrsta lagi snemma í næstu viku. Tap Tesla hlaupi á mörg hundruð milljónum evra, það er mörgum tugum milljarða íslenskra króna.

Grunnvatn í hættu

Elon Musk, stjórnarformaður Tesla, tjáði sig um málið á samfélagsmiðli sínum X. „Þetta eru heimskustu umhverfis hryðjuverkamenn jarðar,“ sagði hann og átti við að þeir væru að beina spjótum sínum að framleiðslu rafmagnsbíla.

Ásakanir vúlkanista um spillingu grunnvatns eru ekki byggðar á sandi. Verksmiðjan opnaði árið 2022 og stendur vilji Tesla til þess að stækka hana. Borgaryfirvöld hafa hins vegar verið hikandi að gera það sökum þess að vatnsverndarsvæði borgarhlutans Brandenburg yrði ógnað. Þegar hafa vatnsbirgðirnar verið skertar vegna þurrka á undanförnum árum.

Grímsvötn, Katla og Ok

Hópar vúlkanista hafa verið starfræktir í meira en tíu ár. Kalla meðlimirnir sig eftir þekktum eldfjöllum, þar af mjög mörgum á Íslandi. Meðal annars Grímsvötn, Katla og Ok.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem vúlkanistar ráðast gegn verksmiðju Tesla. Kveikt var í sams konar tengivirkjum árið 2021 þegar verksmiðjan var í byggingu.

Ekki er vitað hversu skipulagðir hóparnir eða miðstýrðir hóparnir eru. Eða þá hversu vel þeir tengjast hvorir öðrum.

Vúlkanistar eru vinstra megin á hinum pólitíska ási en samt kenna þeir sig einkum við anarkisma, eða stjórnleysi. Fyrstu hryðjuverkin sem vitað er til að þeir hafi framið voru nokkrar bílabrennur árið 2011.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvar búa oddvitar flokkanna í þínu kjördæmi?

Hvar búa oddvitar flokkanna í þínu kjördæmi?
Fréttir
Í gær

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Fréttir
Í gær

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember