Manchester United spilar við lið Everton í dag en fyrsti leikur úrvalsdeildarinnar hefst klukkan 12:30.
Leikið er á Old Trafford í Manchester en United getur komist nær Tottenham með sigri og þá þarf Everton einnig á stigum að halda í fallbaráttu.
United er sjö stigum á eftir Tottenham fyrir þennan leik í dag og þá heilum 11 stigum frá Meistaradeildarsæti.
Tottenham er í fimmta sæti með 50 stig en United er í því sjötta með 44, tveimur stigum á undan West Ham sem er sæti neðar.
Hér má sjá byrjunarliðin á Old Trafford.
Manchester United: Onana, Dalot, Lindelof, Varane, Evans, Casemiro, Mainoo, McTominay, Fernandes, Garnacho, Rashford.
Everton: Pickford; Godfrey, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko; Harrison, Onana, Garner, McNeil; Doucoure; Beto.