fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Konur á íslenskum vinnumarkaði hafa það best

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. mars 2024 15:30

Frá kvennafrídeginum. Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur hafa það best á íslenskum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í nýrri greiningu blaðsins The Economist á vinnumörkuðum OECD ríkja.

Greiningin var birt í gær, 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

The Economist birtir sams konar greiningu á hverju ári og annað árið í röð toppar Ísland listann. En á honum eru 29 auðugustu ríki heims.

Auk Íslands eru í efstu sætunum Svíþjóð, Noregur, Finnland og Frakkland. En listinn sýnir hvar konur fá hvað jöfnustu tækifærin og meðferðina á vinnumarkaði.

Asíulönd á botninum

Auk launa er mældur meðal annars aðgangur að háskólum og möguleikum á að klára námið. Aðgangur að atvinnu og hversu auðvelt er að klífa metorðastigann. Einnig er mældur aðgangur að fæðingarorlofi og lengd þess og hversu fjölskylduvænn vinnutíminn er.

Í neðstu sætum listans eru Japan, Suður Kórea og Tyrkland. Þessi ríki hafa vermt botninn í tólf ár í röð. Í Asíu þurfa konur vanalega að velja á milli þess að eiga fjölskyldu eða atvinnuferil.

Hástökkvarar listans eru Ástralía, Pólland og Tékkland. Þau lönd sem dala hvað mest eru Nýja Sjáland, Bandaríkin og Bretland.

Bandaríkin með ekkert launað foreldraorlof

Launamunurinn í OECD ríkjunum í heild mælist 12 prósent. Þegar kemur að stjórnendastöðum standa Norðurlöndin sig best, þar sem konur eru um og yfir 40 prósent stjórnenda. Meðaltal OECD er 33 prósent.

Bandaríkin eru eina OECD ríkið sem bíður ekki upp á launa foreldraorlof, sem dregur það verulega niður. Bandaríkin eru í 22. sæti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill