fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Framleiðslan niðri vegna tölvuárásar

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. mars 2024 11:30

Duvel rekur fimm brugghús.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðsla hins belgíska bjórs Duvel lá niðri um stund vegna tölvuárásar óprúttinna aðila. Ráðist var á fimm brugghús.

Árásin átti sér stað aðfaranótt miðvikudags. Að sögn bjórframleiðandans var um svokallaða „gíslatökuárás“ að ræða. Það er að netþrjótarnir stela ákveðnum gögnum, halda þeim í gíslingu og krefjast lausnargjalds.

Þurfti að loka fimm brugghúsum um stund vegna árásarinnar. Náðst hefur að endurræsa eitt þeirra en fjögur eru enn þá lokuð. Duvel rekur fjögur brugghús í Belgíu og eitt í Kansas City í Bandaríkjunum. Eitt hinna belgíska komst aftur í gang.

Auk Duvel, sem er vel þekktur bjór um allan heim, framleiðir fyrirtækið bjórana Chouffe, Vedett og Liefmans. Í fyrra framleiddi fyrirtækið 230 milljón lítra af bjór.

Duvel vildi ekki mikið segja um málið þar sem lögreglurannsókn væri í gangi. Hins vegar var greint frá því að tæknideild fyrirtækisins hefði strax komist á snoðir um hvað væri að gerast og lét forsvarsmenn vita samstundis.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana