Manchester City hefur mikinn áhuga á því að framlengja samning markavélarinnar Erling Haaland.
Fjallað hefur verið um það mál í dágóðar vikur en Haaland er einn besti ef ekki besti framherji heims.
Það er þó draumur leikmannsins að spila fyrir Real Madrid en hann samningsbundinn til ársins 2027.
Samkvæmt AS á Spáni er Haaland til í að framlengja þann samning en vill fá sérstaka klásúlu sem tengist einmitt Real.
Rafaela Pimienta er umboðskona Haaland en hún heimtar að klásúlan geri Real sem og öðrum liðum utan Evrópu kleift að kaupa Norðmanninn fyrir rétt verð.
City mun aldrei selja Haaland til keppinauta sinna á Englandi en horfir erlendis og þá aðallega til Spánar.
AS segir að verðmiðinn muni lækka með árunum en ljóst er að Haaland er ekki fáanlegur í dag nema fyrir um 200 milljónir punda.