Það eru margir sem kannast við nafnið Alisha Lehmann og jafnvel fleiri sem kannast við nafnið Douglas Luiz.
Um er að ræða leikmenn Aston Villa en Luiz er leikmaður karlaliðs Villa og er Lehmann á mála hjá kvennaliðinu.
Lehmann elskar fátt meira en að pirra kærasta sinn á Instagram en hún þykir vera ein fallegasta ef ekki fallegasta knattspyrnukona heims.
Luiz er sjálfur fjallmyndarlegur en hann á það til í að lenda í óheppilegum aðstæðum er Lehmann er í stuði á samskiptamiðlum.
Luiz var upptekinn í tölvuleik er kærasta hans, Lehmann, ákvað að trufla hann fyrir framan aðdáendur sína á Instagram.
Lehmann tók heyrnartólin af kærasta sínum og fór beint í símann: ‘Ég lít út eins og flugmaður,’ skrifaði hún við myndbandið.
Myndir af þessu má sjá hér.