Verkefnið á Old Trafford er á réttri leið að sögn Erik ten Hag, stjóra Manchester United, sem er talinn nokkuð valtur í sessi.
United spilar við Everton klukkan 12:30 í dag en liðið hefur verið í töluverðum meiðslavandræðum undanfarnar vikur.
Ten Hag segir að hlutirnir séu á réttri leið undir hans stjórn en viðurkennir að hann þurfi á sínum bestu mönnum að halda.
,,Verkefnið er á réttri leið þegar við erum með alla leikmennina klára,“ sagði Ten Hag.
,,Í hæsta gæðaflokki þá snýst fótboltinn um að sigra leiki og við erum að vinna í því og að spila betur í okkar leikjum.“
,,Við þurfum að gera okkar besta með þá leikmenn sem eru leikfærir, það eru góðir leikmenn.“