Axel Óskar Andrésson er genginn í raðir KR. Þetta hefur legið í loftinu en nú verið staðfest.
Axel er miðvörður og alinn upp í Aftureldingu. Axel hélt ungur út í atvinnumennsku, fyrst í Reading og í sumar spilaði hann með Örebro í Svíþjóð.
Nú er hann mættur aftur í íslenska boltann og tekur slaginn með KR. Hann gerir þriggja ára samning.
Axel Óskar Andrésson hefur gert 3 ára samning við KR.
Axel er miðvörður og alinn upp í Aftureldingu. Axel hélt ungur út í atvinnumennsku, fyrst í Reading og í sumar spilaði Axel með Örebro í Svíþjóð. Vertu velkominn Axel, við hlökkum til að sjá þig í KR treyjunni í sumar. pic.twitter.com/UUqonwvmhk— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) March 8, 2024