fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

„Mjög margar konur sleppa því að tala, því um leið og þú opnar munninn og þeir heyra að þetta er kvenmaður þá kemur ógeðið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 10. mars 2024 20:15

Móna Lind. Instagram/@monalindk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móna Lind er tölvuleikjastreymir og rafíþróttaþjálfari. Hún streymir tölvuleikjum í gegnum internetið fyrir áhorfendur og svo er hún nýbyrjuð að þjálfa krakka á aldrinum átta til tólf ára í rafíþróttum hjá RAFÍK.

Hún er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

„Við viljum að börn læri það að það er mikilvægt að hafa jafnvægi á öllu í lífinu. Það þýðir ekkert að sofa ekki neitt og spila bara tölvuleiki, eins og að sofa ekki neitt og spila ógeðslega mikið af fótbolta. Þú þarft góða næringu og góðan svefn og ef þú hefur áhuga á tölvuleikjum þarf allt að rúlla vel svo þú verður betri í því sem þú hefur áhuga á. Og það er eitthvað sem við gerum í RAFÍK, að kenna krökkunum þetta; að það er mikilvægt að eiga góða vini, eiga gott samband við fjölskyldu sína, jafnhliða því að vera með þetta áhugamál og stunda það,“ segir Móna Lind. Hún ræðir nánar um krakka í rafíþróttum í þættinum sem má horfa á hér, umræðan hefst sirka á mínútu 00:30.

Einnig er hægt að hlusta á SpotifyApple Podcasts eða Google Podcasts.

„Mér finnst ótrúlega gaman að sjá krakka blómstra í þessu. Eins og fyrir mig sem barn, ég fittaði rosalega illa í hefðbundið íþróttastarf […] og það var ekkert svona til fyrir mig. Ég var bara heima í tölvunni.“

Konur þegja frekar en að tala

„Íslenska tölvuleikjasamfélagið er mjög opið og jákvætt. Ég sjálf hef ekki upplifað á eigin skinni einhverja kvenfyrirlitningu í minn garð eða leiðindi. Mér hefur alltaf verið tekið opnum örmum,“ segir Móna Lind og bætir við að því miður hafi hún ekki sömu sögu að segja um samfélagið erlendis.

„Ég og fleiri stelpur sem ég þekki, sem spilum mikið á netinu og erum að nota svona „open mic“ eins og það kallast, þar sem við erum að spila með ókunnugum og erum sett saman í lið af handahófi. Það eru mjög margar konur sem sleppa því að tala, því um leið og þú opnar munninn og þeir heyra að þetta er kvenmaður, þá kemur ógeðið. Það er ótrúlega sorglegt að þetta skuli vera staðreyndin, að maður þegi frekar. Hvernig ætlarðu að spila í liði ef þú getur ekki sagt hvað er að gerast hjá þér, en um leið og þú opnar munninn ertu útilokuð úr liðinu sem gefur liðinu ekkert forskot,“ segir Móna og bætir við að oft vilji karlmenn frekar spila manni færri heldur en að vera í liði með konu.

„En eins og ég sagði áðan, íslenska samfélagið, ég gef því tíu af tíu.“

Fylgstu með Mónu Lind á Instagram eða Twitch.

Hún segir nánar frá rafíþróttum í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus þar sem Móna ræðir einnig um baráttu sína við endómetríósu og deilir tveimur gjörólíkum fæðingarsögum. Horfðu á hann hér eða hlustaðu á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Hide picture