Gylfi Þór Sigurðsson hefur æft með Fylki í æfingaferð liðsins á Spáni undanfarið og svo virðist sem hann njóti vel.
Kappinn er í endurhæfingu eftir meiðsli sín á Spáni en hann rifti samningi sínum við Lyngby í vetur vegna þeirra.
Ekki er víst hvað er næst á dagskrá hjá Gylfa í boltanum. Hann sneri aftur á völlinn í haust eftir langa fjarveru og spilaði nokkra leiki með Lynbgy. Þá sneri hann einnig aftur í íslenska landsliðið.
Hér að neðan má sjá Gylfa á æfingu með Fylki.