Mikel Arteta er stjóri febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni eftir ótrúlegt gengi Arsenal undanfarið.
Arsenal vann alla fjóra leiki sína í mánuðinum, skoraði 18 mörk og fékk aðeins 2 á sig.
Arteta er með Skytturnar í hörkutoppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni við Liverpool og Manchester City.
Arsenal mætir Brentford í næsta leik sínum á morgun.
A perfect month in the Premier League for the Gunners 🔴
Mikel Arteta is your @BarclaysFooty Manager of the Month 🤝#PLAwards | @Arsenal pic.twitter.com/Ms4g28jQF1
— Premier League (@premierleague) March 8, 2024