fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Logi Geirsson biðst afsökunar eftir að ósáttir viðskiptavinir létu hann heyra það – „Þetta er langt frá því að vera í lagi!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. mars 2024 13:25

Logi Geirsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og einkaþjálfari, biður viðskiptavini sína afsökunar eftir að margir þeirra gagnrýndu viðskiptahætti hans í Facebook-hópnum Motivation stelpur.

Logi er með fjarþjálfun í gegnum fyrirtæki sitt FjarForm og birti hann verðskrá fyrir árið 2024 í byrjun janúar. Hann hefur síðan þá ekkert birt á síðunni.

Fyrr í vikunni birti kona færslu í hópnum og skrifaði: „Er einhver hér hjá Loga Geirs í fjarþjálfun? Er hann að svara ykkur?“

Umræða skapaðist við færsluna og voru flestar kvennanna á sama máli, að Logi svaraði seint og illa. „Gæti ekki mælt minna með honum sem fjarþjálfara,“ sagði ein.

„Aldrei séð eftir pening jafn mikið,“ sagði önnur.

„Móðir mín keypti hjá honum fyrir mig, sig og tvo bræður mína, þau eru öll búin að mæta í mælingu og við erum öll búin að svara spurningalistanum sem hann sendir en svo bara ekkert meira! Hann fékk borgað 65.000kr 8. janúar og hefur ekki svarað neinu og höfum ekkert fengið. Þetta er langt frá því að vera í lagi!“ sagði sú sem skrifaði upphafsinnleggið.

Smartland fjallaði um málið í gær og virtist hitinn vera kominn á Loga sem endaði með að gefa út yfirlýsingu á Instagram og Facebook, vert er að taka fram að Instagram-síða hans er lokuð svo aðeins fylgjendur hans gátu séð hana. Hann setti yfirlýsinguna í Story á báðum miðlum en allar færslur í Story hverfa eftir 24 klukkutíma.

Miður sín

Logi sagðist miður sín vegna málsins. „Ég hætti/breytti FjarForm öllu eftir frábær 14 ár í þjálfun á síðasta ári og færði mig alfarið yfir í netþjálfun. Munur fyrirtækjanna liggur í því að öll þjálfun fer fram rafrænt en mælingar og fundir með kúnnum heyra því sögunni til. Ég lét alla kúnna vita í gegnum mínum miðla að breytingin tæki gildi frá og með áramótum. Mér þykir mjög miður ef tilkynningin hefur farið framhjá hluta hópsins.

Sökum mikilla anna náði ég ekki að sinna öllum þeim kúnnum sem ég hef sinnt áður og þykir það mjög miður. Ég hef því miður ekki náð að svara öllum þeim fyrirspurnum sem ég hef fengið en það stendur til bóta. Þykir mjög miður að aðilar hafi orðið fyrir óþægindum vegna þess og ég tek það til mín. Hluti skýringar á svarleysi á sér einnig rætur að rekja til þess að tölvupóstfangið tengt FjarForm hætti að virka þegar ég lokaði léninu á því félagi. Ég setti um hæl mynd af því í story hjá mér í upphafi ársins og bað fólk vinsamlegast um að hafa samband við mig í gegnum Instagram. Það hafa eflaut ekki allir séð þá tilkynningu og það þykir mér mjög leitt.“

Skjáskot/Facebook

Einn meðlimur hópsins Motivation Stelpur deildi skjáskoti af afsökunarbeiðni Loga og veltu sumar fyrir sér hvers vegna hann hafi tilkynnt um endalok FjarForm á lokuðum Instagram reikningi eða í Story þar sem færslur eyðast eftir sólarhring, frekar en að senda tölvupóst á viðskiptavini.

„Það síðasta sem maður vill er að standast ekki væntingar og það er eitthvað sem er algjörlega gegn mínum gildum. Þið sem eigið inn svör hjá mér sendið á mig logi.geirsson@icloud.com og við leysum allt þar,“ skrifaði hann í Story á Instagram og Facebook í gær.’

Sú sem skrifaði upphafsinnleggið var ekki sátt við útskýringar Loga:

„Þetta er samt ekki alveg rétt hjá honum því við vorum ekki að kaupa þjónustu af honum í gegnum FjarForm! Hann sendi tölvupóst á mig frá netfanginu netthjalfunloga@gmail.com og var eg búin að svara spurningalistanum hjá honum þar og hann búin að skoða listann og segjast gefa sér sólahring en svo heyrðist ekki meir,“ sagði hún og birti skjáskot af netfangi Loga til að sanna mál sitt.

„Gott að viðurkenna mistök og allir mannlegir, en þá er lágmark að segja sannleikann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone