Ungur leikmaður Manchester United hraunaði yfir Andre Onana, markvörð liðsins, eftir röð mistaka hans á fyrri hluta tímabils. The Athletic segir frá.
Onana kom til United frá Inter í sumar og átti erfitt uppdráttar til að byrja með. Mistök hans áttu stóran þátt í að liðið hafnaði á botni síns riðils í Meistaradeild Evróu fyrir áramót.
Á þessum tíma kom það einnig upp að ungur leikmaður United, sem hafði ekki spilað mikið með aðalliðinu, hraunaði yfir hann á æfingu.
„Ætlarðu að verja eitt skot eða hvað?“ á hann að hafa sagt við kamerúnska markvörðinn.
Sjálfstraust Onana er sagt hafa verið í lægstu lægðum á þessum tíma.
Hann hefur þó aldeilis rifið sig í gang á nýju ári og staðið sig vel.