fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Allir sem skoða samfélagsmiðla ættu að sjá þetta

Fókus
Föstudaginn 8. mars 2024 11:04

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, vill vekja athygli fólks á því hversu auðvelt það er að breyta myndum fyrir samfélagsmiðla og að við eigum það til að skrolla svo hratt í gegnum veiturnar að við áttum okkur ekki endilega á því að mynd hafi verið breytt, okkur finnst við bara ekki vera nóg, ekki jafn falleg með jafn slétta húð.

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari. Pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa slegið í gegn um árabil.

„Mörg eyða stórum hluta dagsins með signar axlir og smettið borað ofan í snjallsímann. Þar sem við skrollum samfélagsmiðlana blasa uppstríluð, meiköppuð og fótósjoppuð smetti í hvívetna af Fési Insta, Tísti og Snappi. Við sjáum fallegar sjálfsmyndir og af tvöþúsund áttahundruð og fjórtán tilraunum er sú besta valin,“ segir Ragga.

Svo þarf að velja rétta filterinn.

„Filter sem felur línur á enni, og í kringum nef, hrukkur á höku og undir augum. Í hraða samfélagsins og við erum fangar algóriþmans sem fóðrar okkur á dópamíni í formi hraðans á myndunum sem renna upp símaskjáinn. Við stöldrum oft ekki nógu lengi við til að virkja framheilann og sjá í gegnum fótósjoppið og filterana,“ segir Ragga.

„Hér sé fullkominn æðri kynstofn á ferð. Halló Jósef Göbbels. Fólk sem vaknar með rennislétta, flekklausa húð og glansandi augu og sprettur hlæjandi fram úr rúminu. Þar sem glyrnurnar nema slíkar myndir og varpa þeim inn í heilann fer af stað innra samtal um að þú sért Ekki-nóg.

Ekki nógu fallegur.

Ekki nógu glamúrös.

Of hrukkuð.

Of þreytuleg.

Minnið reikar til grjótmyglaðrar spegilmyndar morgunsins og hellir olíu á sjálfseyðingabálið um að vera ekki nóg. Með bauga. Þreytt augu. Sigin augnlok.

Gegndarlaus samanburður við tvívíðar verur á skjánum veldur kvíða, depurð og mylur sjálfstraustið mélinu smærra.

Ekki-nógan tekur sér varanlega bólfestu í sálarkimum óharðnaðrar æskunnar sem ekki gerir endilega greinarmun á fílterum og fótósjoppi, og grjóthörðum raunveruleika. 

Að pósta glimmerstráðum sýndarveruleika slær ryki í augu samferðafólksins.“

Ragga segir að það sé henni mikilvægt að mála ekki lífið bleikri málningu og það sé henni hjartans mál að sýna mannleikann í allri sinni dýrð.

„Að sýna muninn á fótósjoppi og berskjölduðu smetti. Að við erum öll bara mannleg í útliti þar sem við stikum göturnar í kjötheimum. Þar er enginn filter.“

Hún birti síðan tvær myndir, í raun sama myndin en á þeirri hægri má sjá Röggu eins og hún raunverulega er, en á þeirri vinstri er hún búin að setja filter.

Skjáskot/Facebook – Ragga Nagli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone