Mikel Arteta, stjóri Arsenal, býst við erfiðu leik gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Arsenal er á svakalegu flugi í ensku úrvalsdeildinni en þarf á sigri að halda í toppbaráttunni við Manchester City og Liverpool.
Arsenal hefur heimsótt Brentford tvisvar á leiktíðinni, í deild og deildabikar og unnið 0-1 í bæði skiptin.
„Við höfum mætt þeim tvisvar og við þjáðumst í bæði skiptin. Við þjáumst alltaf gegn Brentford og ég býst við svipuðum leik núna. Við verðum að spila vel og vinna okkur inn réttinn til þess að vinna,“ segir Arteta.
Liverpool og Manchester City mætast svo á sunnudag í leik sem gæti haft mikil áhrif á Arsenal og toppbaráttuna í heild.
„Þetta verður fallegur leikur fyrir hvaða knattspyrnuáhugamann sem er. Ég mun svo sannarlega horfa. Þetta eru tvö af bestu liðum Evrópu síðasta áratuginn. Ég mun setjast niður með börnunum mínum og horfa,“ segir Arteta um þann leik.