Breska blaðið Daily Mail greinir frá þessu.
Í fréttinni kemur fram að „öfgahópar“ hafi í hyggju að gera árásir á fjöldasamkomur en búist er við því að margir komi saman í dag í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þá eru fjölmennir tónleikar fyrirhugaðir í borginni um helgina.
Ekki liggur fyrir hvaða „öfgahópar“ kunni að vera með árás í bígerð en fólk er hvatt til að fara varlega í kringum mikinn fólksfjölda og helst halda sig fjarri. Segir sendiráð Bandaríkjanna að viðvörunin sé í gildi næstu 48 klukkustundirnar og þá segir breska sendiráðið að þegnar sínir í landinu ættu að „íhuga“ að fara úr landi.
Rússneska öryggislögreglan, FSB, tilkynnti í gær að hún hefði komið í veg fyrir hryðjuverkárás einstaklinga sem tengjast ISIS-samtökunum í Moskvu. Voru mennirnir sagðir ætla að ráðast gegn gyðingum í bænahúsi í borginni. Lagði lögregla meðal annars hald á vopn og sprengjur í húsleitum sem gerðar voru.
Viðvaranir bresku og bandarísku sendiráðanna eru þó enn í gildi þrátt fyrir tilkynningu FSB í gær.