fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Íbúar í Moskvu varaðir við yfirvofandi hryðjuverkaárás um helgina

Pressan
Föstudaginn 8. mars 2024 10:08

Fólk er hvatt til að halda sig fjarri fjölmennum mannamótum næstu sólarhringa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sendiráð Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi hafa varað þá þegna sína sem kunna að vera í Moskvu, höfuðborg Rússlands, að halda sig fjarri fjöldasamkomum næstu daga. Óttast er að hryðjuverk kunni að vera yfirvofandi í borginni.

Breska blaðið Daily Mail greinir frá þessu.

Í fréttinni kemur fram að „öfgahópar“ hafi í hyggju að gera árásir á fjöldasamkomur en búist er við því að margir komi saman í dag í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þá eru fjölmennir tónleikar fyrirhugaðir í borginni um helgina.

Ekki liggur fyrir hvaða „öfgahópar“ kunni að vera með árás í bígerð en fólk er hvatt til að fara varlega í kringum mikinn fólksfjölda og helst halda sig fjarri. Segir sendiráð Bandaríkjanna að viðvörunin sé í gildi næstu 48 klukkustundirnar og þá segir breska sendiráðið að þegnar sínir í landinu ættu að „íhuga“ að fara úr landi.

Rússneska öryggislögreglan, FSB, tilkynnti í gær að hún hefði komið í veg fyrir hryðjuverkárás einstaklinga sem tengjast ISIS-samtökunum í Moskvu. Voru mennirnir sagðir ætla að ráðast gegn gyðingum í bænahúsi í borginni. Lagði lögregla meðal annars hald á vopn og sprengjur í húsleitum sem gerðar voru.

Viðvaranir bresku og bandarísku sendiráðanna eru þó enn í gildi þrátt fyrir tilkynningu FSB í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um