Argentíski snillingurinn Lionel Messi var heppinn að ekki fór verr eftir tæklingu sem hann varð fyrir í leik gegn Nashville í nótt.
Liðin áttust við í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Norður- og Mið-Ameríku og gerðu 2-2 jafntefli í þessum fyrri leik einvígisins.
Messi varð fyrir óheppilegri tæklingu af hálfu Lukas MacNaughton í leiknum sem leit alls ekki vel út.
Hann fékk aðhlynningu á vellinum og kláraði leikinn þó, stuðningsmönnum til mikillar gleði.
Hér að neðan má sjá myndband af þessu.
Messi was shaken up after this play, but remained in the match. pic.twitter.com/NxeQMikbVU
— FOX Soccer (@FOXSoccer) March 8, 2024