Það þarf vart að taka fram að það er brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar að kasta af sér þvagi á almannafæri og liggur við því sekt.
Fjörugar umræður hafa farið fram í hópnum eftir að myndbandið birtist þar í gærkvöldi og eru sumir hneykslaðir á framferði bílstjórans. „Djöfull geta menn verið ógeðslegir! Ekki vildi ég versla við svona sóða,“ segir einn á meðan annar segir: „Viðbjóður.“
Aðrir eru skilningsríkari og spyr einn hvort maðurinn eigi að pissa á sig. Enn aðrir sjá spaugilegar hliðar málsins og segir einn í umræðunum: „Helvítis þétting byggðar, það er hvergi friður til að míga lengur.“
Ekki liggur fyrir á þessari stundu fyrir hvaða fyrirtæki maðurinn ók en margir hvetja málshefjanda til að senda myndbandið þangað eða til Samgöngustofu.