Fram bauð á dögunum í Harald Einar Ásgrímsson, bakvörð FH, en fékk gagntilboð sem félagið gat ekki gengið að. Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson segir frá þessu í Þungavigtinni.
Haraldur fór úr Fram í FH fyrir tímabilið 2022 en svo virðist sem hans gamla félag vilji fá hann á ný.
„Þeir gerðu tilboð en fengu alvöru gagntilboð frá strákunum í Krikanum því það þarf að borga niður yfirdráttinn,“ segir Kristján og vísar þarna í ársreikning FH.
Kristján segir að FH hafi beðið um ansi háa upphæði fyrir Harald.
„Fram sagði bara takk en nei takk við þessu gagntilboði FH-inga. Ég veit ekki hvaða tölur þetta voru en þetta var alveg út úr kú miðað við íslenska boltann.
Hann er að renna út á samningi í haust og stutt í að hann geti farið að semja við önnur lið,“ bendir Kristján jafnframt á.